Skip to main content
Frétt

Þurfum ný lög um gömul mál

By 5. mars 2018No Comments

„Í rauninni þurfum við ný lög um gömul fyrnd mál sem gæti tekið á margþættum vanda sem hefur komið upp í fortíðinni. Og það verður að skoða það í árslok hvað við viljum gera og hvað ríkisstjórnin vill gera.“ Þetta segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður visheimila.

Fréttastofa Rúv ræddi við Guðrúnu vegna máls Ólafs Hafsteins Einarssonar, sem sætti því að vera vistaður innan veggja fangelsis vegna fötlunar sinnar. Hann hefur lengi beðið eftir því að fá fund með dómsmálaráðherra til þess að miðla reynslu sinni og greina frá öðrum sem hafa sams konar reynslu. 

Mál Ólafs er nefnilega ekki einsdæmi. Fjölmörg dæmi eru um að fatlaðir einstaklingar hafi verið órétti beittir í vistun af hálfu opinberra aðila. Þessi mál þarf að upplýsa og gangast við og læra af. Það er mjög brýnt að upplýst verði og viðurkennt hvernig farið var með fatlað fólk og að þeir sem órétti voru beittir fái afsökunarbeiðni stjórnvalda og bætur. Þannig og aðeins þannig er líklegt að stjórnvöld læri af mistökum sínum og endurtaki þau síður í nútíð og framtíð. Þetta kallar á breytingu á lögum og ekki síður viðhorfum. 

Fréttastofa Rúv ræddi um helgina við Guðrúnu Ögmundsdóttur, tengilið vistheimila. 

„Nei það gerir það alls ekki því það verða að liggja að baki rannsóknir á því heimili sem er tekið fyrir hverju sinni. Og rannsóknin á Kópavogshæli var sú síðasta sem var gerð,“ segir Guðrún.

„Í rauninni þurfum við ný lög um gömul fyrnd mál sem gæti tekið á margþættum vanda sem hefur komið upp í fortíðinni. Og það verður að skoða það í árslok hvað við viljum gera og hvað ríkisstjórnin vill gera.“ Guðrún bendir á að þetta verkefni krefjist yfirlegu og vinnu. Það séu ekki margir sem þekki þessi mál mjög vel. „Og kannski þarf bara að velta öllum steinum við, skoða hvað aðrar þjóðir hafa verið að gera og sjá hvert við eigum að fara,“ segir Guðrún.

Fréttastofa Rúv hefur eftir Guðrúnu að ekki þurfi endilega að ráðast í gerð stórrar skýrslu sem taki mörg ár að vinna, mögulega dugi að taka viðtöl við fólkið. Hún hafi skráð hjá sér nöfn á öllum þeim stöðum sem fólk sem fellur ekki undir lögin dvaldi á – sá listi verði birtur í lokaskýrslu hennar. Listinn sé orðinn nokkuð langur.

„Það er alltaf einhver hópur sem hefur dottið milli skips og bryggju og passar hvergi inn í lögin. Og það er auðvitað mjög sorglegt,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir í viðtali við Fréttastofu Rúv.