Þrír nýir starfsmenn hafa tekið til starfa tímabundið á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands.
Aðalsteinn Sigurðsson
Aðalsteinn starfar sem lögmaður á skrifstofu ÖBÍ til eins árs. Hann veitir fötluðu fólki, öryrkjum og aðstandendum lögfræðiráðgjöf ásamt því að sinna öðrum verkefnum.
Aðalsteinn lauk BS námi í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2011 og ML námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Aðalsteinn tók þátt í stofnun félags laganema við Háskólann á Bifröst og var varaformaður í fyrstu stjórn félagsins. Hann fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2016.
Aðalsteinn starfaði í Utanríkisráðuneytinu árið 2012. Frá árinu 2013-2017 hefur hann starfað sem lögfræðingur og síðar lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal ehf.
Katrín Oddsdóttir
Katrín hefur tekið að sér tímabundin verkefni með málefnahópi ÖBÍ um sjálfstætt líf. Katrín er héraðsdómslögmaður. Hún hefur sérhæft sig í mannréttindamálum og meðal annars starfað að réttindabaráttu fólks með fötlun og flóttamanna. Katrín átti sæti í stjórnlagaráði og er formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár.
Þórdís Viborg
Þórdís er starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál. Um tímabundna ráðningu er að ræða.
Þórdís lærði þroskaþjálfun við Kennaraháskóla Íslands. Hún starfaði sem ráðgjafi AMS, atvinnu með stuðningi, á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík á árunum 2005 til 2011.
Á árunum 2011 – 2017 var hún ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun fyrir fólk með skerta starfsgetu.