Skip to main content
Frétt

Mikill meirihluti vill niðurgreidda sálfræði- og tannlæknaþjónustu

By 24. október 2017No Comments

Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.

Þá kemur fram í sömu könnun að 83,4% svarenda eru hlynnt því að komið verði á sérstöku eftirliti með því að byggingar á Íslandi uppfylli kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk.

Spurningar í könnuninni voru sjö talsins og komu frá fimm málefnahópum ÖBÍ sem fjalla um aðgengismál, atvinnu- og menntamál, heilbrigðismál, kjaramál og sjálfstætt líf.

Hversu sanngjarnt eða ósanngjarnt finnst þér að einstaklingar með minna en 300.000 krónur í tekjur á mánuði greiði tekjuskatt

  • 71,3% telja það ósanngjarnt.
  • 16,3% telja það sanngjarnt.
  • 12,4% telja það hvorki sanngjarnt né ósanngjarnt.

Að hversu miklu eða litlu leyti telur þú að fötluðu fólki sé tryggður rétturinn til sjálfstæðs lífs á Íslandi?

  • 34,7% telja að fötluðu fólki sé tryggður réttur til sjálfstæðs lífs á Íslandi að litlu eða engu leyti.
  • 39,1% telja þann rétt tryggðan að nokkru leyti.
  • 26,2% telja réttinn tryggðan að öllu eða miklu leyti.

Hversu vel eða illa telur þú að menntakerfinu á Íslandi takist að framfylgja stefnunni „Skóli án aðgreiningar“?

  • 48,4% telja að illa hafi tekist að framfylgja stefnunni „Skóli án aðgreiningar“ á Íslandi.
  • 18,8% telja að vel hafi tekist að framfylgja stefnunni.
  • 32,4% telja að það hafi hvorki tekist vel né illa.
  • Athygli vekur að 23,7% aðspurðra tóku ekki afstöðu.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að auknu fjármagni verði veitt í menntakerfið til að framfylgja stefnunni „Skóli án aðgreiningar“?

  • 63,4% aðspurðra sem tóku afstöðu eru hlynntir því að veita auknu fjármagni í menntakerfið til að framfylgja stefnunni „Skóli án aðgreiningar“.
  • 15,2% eru því andvíg.
  • 21,3% eru hvorki hlynnt því né andvíg.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að komið verði á eftirliti með því að byggingar uppfylli kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk?

  • 83,4% eru hlynnt því að komið verði á eftirliti með því að byggingar uppfylli kröfur um aðgengi fyrir fatlað fólk.
  • 6,9% eru því andvíg.
  • 9,7% eru hvorki hlynnt því né andvíg.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tannlækningar verði niðurgreiddar fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta, s.s. þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna?

  • 92,5% eru hlynnt því.
  • 4,4% eru því andvíg.
  • 3,1% eru hvorki hlynnt því né andvíg.

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta s.s. þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna?

  • 92,5% eru hlynnt því.
  • 3,3% eru því andvíg.
  • 4,2% eru hvorki hlynnt því né andvíg.

Hér má lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar.