Skip to main content
FréttSRFF

Skorað á þingmenn að tryggja fullgildingu valfrjálsrar bókunar SRFF

By 21. október 2017ágúst 31st, 2022No Comments

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, sem haldinn var föstudaginn 20. október og laugardaginn 21. október 2017, skorar á alla þingmenn, sem taka sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar 28. október 2017, að tryggja að staðið verði við þingsályktun frá 20. september 2016 um að valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði fullgiltur fyrir árslok 2017. Viðaukin kveður á um kæruleið fyrir þá sem telja á sér brotið og því mikilvægur þáttur í því að gæta réttinda sem tryggja á með samningnum.

Þá skoraði aðalfundurinn einnig á alla verðandi þingmenn að lögfesta NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) fyrir áramótin æstu. Það er í samræmi við yfirlýsingu formanna allra flokka á Alþingi frá 26. september 2017. Þjónustuformið verði fellt í núgildandi lög um málefni fatlaðs fólks. Þá þurfi að tryggja fé til verksins.

Á fundinum var einnig ályktað um aðgengiseftirlit sem slökkvilið gæti annast og um málefni tengd atvinnu og menntun, kjaramálum og heilbrigði.

 

Alls voru 6 ályktanir samþykktar á fundinum:

 

Kosningar á aðalfundi

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, frá Sjálfsbjörg lsh., var kosinn formaður ÖBÍ til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Ellen Calmon, ADHD samtökunum. Ekki var kosið um varaformann og gjaldkera, en það verður gert á aðalfundi 2018.

Kosið var til hluta annarra sæta í stjórn ÖBÍ og um formenn allra fimm málefnahópa ÖBÍ til næstu tveggja ára.

 

Formenn málefnahópa (til 2019):

Formaður málefnahóps um aðgengi – Ingveldur Jónsdóttir – MS félagi Íslands

Formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál – Guðrún Sæmundsdóttir – ME félag Íslands

Formaður málefnahópa um heilbrigðismál – Emil Thóroddsen – Gigtarfélagi Íslands

Formaður málefnahóps um kjaramál – Rósa María Hjörvar – Blindrafélaginu

Formaður málefnahóps um sjálfstætt líf – Rúnar Björn Herrera – SEM samtökunum

 

Aðalmenn í stjórn (til 2019)

Svavar Kjarrval Lúthersson – Einhverfusamtökunum

Elín Hoe Hinriksdóttir – ADHD samtökunum

Sylviane Pétursson-Lecoultre – Geðhjálp

Frímann Sigurnýasson – SÍBS

 

Varamenn í stjórn (til 2018)

Guðmundur Ingi Kristinsson – Sjálfsbjörg lsh.

Þröstur Emilsson – ADHD-samtökunum

Ólína Sveinsdóttir – Parkinsonsamtökunum

 

Kjörnefnd (til 2019)

Sigurbjörg Ármannsdóttir – MS félagi Íslands

Albert Ingason – Spoex

Dagný Erna Lárusdóttir – SÍBS

Jón Þorkelsson – Stómasamtökunum

Sigurður Rúnar Sigurjónsson – SÍBS

 

Laganefnd (til 2019)

Dóra Ingvadóttir – Gigtarfélagi Íslands

Guðný Linda Óladóttir – Samtökum lungnasjúklinga

Ingi Hans Ágústsson – HIV Íslandi

Svavar Kjarrval Lúthersson – Einhverfusamtökunum

Þröstur Emilsson – ADHD samtökunum

 

Skoðunarmenn reikninga ÖBÍ (til 2019)

Árni Sverrisson – Alzheimersamtökunum á Íslandi

Hrönn Petersen – CCU samtökunum

 

Varamenn skoðunarmanna reikninga ÖBÍ (til 2019)

Árni Heimir Ingimundarson – Málbjörg

Halldóra Alexandersdóttir – Lauf