Skip to main content
FréttHvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaunin afhent á laugardaginn

By 1. desember 2016september 8th, 2023No Comments

Laugardaginn 3. desember næstkomandi, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, verða hvatningarverðlaun Öryrkjabandalag Íslands veitt í tíunda sinn. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu kl. 13-15. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari verðlaunanna er Hr. Ólafur Ragnar Grímsson. Hönnuður verðlaunagripsins er Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður. Við athöfnina verða einnig afhentir styrkir ÖBÍ til íþróttafólks sem keppti á Ólympíumóti fatlaðra, sem haldið var í Brasilíu í september. 

Tilnefningar 2016:

Í flokki einstaklinga:

  • Friðrik Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Þroskahjálpar – fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra.
  • Hanna Jónsdóttir – fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi.
  • Karl Þorsteinsson – fyrir sjálfboðastörf í þágu fatlaðs íþróttafólks.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

  • Dagsól ehf./verslunin Next – fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.
  • IKEA – fyrir hvetjandi starfsumhverfi sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.
  • Útmeð´a, samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 –  tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á hárri tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks og hvetja til umræðu um geðheilbrigði.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Ferðabæklingar fésbókarsíða – fyrir ítarlega og virka umfjöllun um aðgengismál fatlaðs fólks.
  • Upplifun fyrir alla, styrktarsöfnun fyrir Reykjadal – haldin á vegum meistaranema við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Tabú – fyrir fræðslu og markvissa umfjöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

 

Dagskrá:

13.00         Húsið opnar – Tónlist í Eyri

13.10         Veislustjóri býður fólki að ganga í salinn

13.20         Setning: Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

13.25         Afhending styrkja til ólympíufara á Ólympíumóti fatlaðra í Brasilíu 2016

13.30         Söngur: Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson

                  Undirleikur: Jónas Þórir

                  Uppistand: Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir

13.45         Ræða: Sigrún Birgisdóttir, formaður undirbúningsnefndar  Hvatningarverðlauna ÖBÍ

14.00         Tilnefningar kynntar og verðlaunaafhending

 

Veislustjóri: Einar Þór Jónsson

Fyrir athöfn: Píanóleikur í Eyri, Theódór Helgi Kristinsson

Að athöfn lokinni: Veitingar í Eyri, forsal  framan við Silfurberg.