Skip to main content
Frétt

Vannýttur mannauður – atvinnumál fólks með skerta starfsgetu

By 8. nóvember 2016No Comments

Málefnahópur ÖBÍ um atvinnu- og menntamál bauð til málþingsins „Vannýttur mannauður“ á Grand hótel 8. september síðastliðinn. Þar var fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu. Skortur á hlutastörfum á vinnumarkaði og ýmsir þættir í frumkvöðlaumhverfinu hamla því að fólki með skerta starfsgetu sé gert kleift að nýta menntun sína og hæfileika. Á málþinginu var fjallað um nýsköpun og frumkvöðlastarf meðal öryrkja, hvernig mæta megi einstaklingsbundnum þörfum og óskum fólks á vinnumarkaði og reynslusögur út atvinnulífinu.

Upptaka af málþinginu.

 

Dagskrá málþingsins:

13:00 – 13:10  Ávarp: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

13:10 – 13:15  Fundarstjóri; Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar

13:15 – 13:35  Sylviane Pétursson-Lecoultre, iðjuþjálfi í Hlutverkasetri: Að vinna – mannréttindi eða frekja?

13:35 – 13:55  Guðrún Sæmundsdóttir, frumkvöðull og öryrki: Nýsköpun –  megum við vera með?

13:55 – 14:15  Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands: Þjónusta í þágu frumkvöðla og fyrirtækja; Þarfir frumkvöðla með skerta starfsorku

14:15 – 14:45  Kaffihlé

14:45 – 15:05  Ragnheiður Hergeirsdóttir, verkefnisstjóri atvinnumála fatlaðs fólks hjá Vinnumálastofnun: „Hvernig mætum við einstaklingsbundnum þörfum og óskum?“

15:05 – 15:35  Reynslusögur úr atvinnulífinu: Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og Kristjana Þórey Ólafsdóttir, sölumaður

15:35 – 16:20  Pallborðsumræður.

16:20 – 16:30  Lokaorð: Ellen Calmon, formaður ÖBÍ  

Málefnahóp ÖBÍ um atvinnu- og menntamál skipa: Hjördís Anna Haraldsdóttir (Félag heyrnarlausra), María Hauksdóttir (Blindrafélagið), Elín Hoe Hinriksdóttir (ADHD samtökin), Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir (Sjálfsbjörg), Snævar Ívarsson (Félag lesblindra), Sylviane Pétursson-Lecoultre (Geðhjálp) og Guðrún Sæmundsdóttir (ME félagið). Starfsmaður hópsins er Þorbera Fjölnisdóttir.