Fréttastofa RÚV greindi frá því um helgina að úrskurðarnefnd velferðarmála hefði á dögunum fellt úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar þar sem fötluðum manni var synjað um liðveislu vegna aldurs. Borginni er falið að taka málið til meðferðar að nýju. Í viðtali við RÚV sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, að ÖBÍ hefði fengið mörg mál inn á borð til sín þar sem fatlað fólk fær ekki lengur sömu þjónustu eða er synjað um þjónustu eftir að það nær 67 ára aldri. Ekki megi mismuna á grundvelli aldurs. ÖBÍ aðstoðaði manninn við að sækja málið gegn Reykjavíkurborg.
Hér er frétt RÚV um málið.
Hér er úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála.