Lýsing í vatnskrönum og færanlegir vaskar, ásamt skápum og salernum sem hægt er að lyfta upp og niður með fjarstýringu, eru á meðal þeirra nýjunga sem er að finna í nýju húsnæði Öryrkjabandalagsins í Sigtúni. mbl.is kom þar við en mikil vinna fór í að útfæra öll smáatriði sem bæta aðgengi þar.
Breytingarnar og lausnirnar í húsinu voru fjármagnaðar með fé sem Ólafur Gísli Björnsson hét á félagið en margar þeirra eru kostnaðarsamar. Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, segir það þó borga sig þar sem allir geti þá notað húsnæðið.