Skip to main content
Frétt

Upplýst kranavatn og færanleg salerni

By 20. maí 2016No Comments

Lýs­ing í vatns­krön­um og fær­an­leg­ir vask­ar, ásamt skáp­um og sal­ern­um sem hægt er að lyfta upp og niður með fjar­stýr­ingu, eru á meðal þeirra nýj­unga sem er að finna í nýju hús­næði Öryrkja­banda­lags­ins í Sig­túni. mbl.is kom þar við en mik­il vinna fór í að út­færa öll smá­atriði sem bæta aðgengi þar. 

Breyt­ing­arn­ar og lausn­irn­ar í hús­inu voru fjár­magnaðar með fé sem Ólaf­ur Gísli Björns­son hét á fé­lagið en marg­ar þeirra eru kostnaðarsamar. Lilja Þor­geirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, seg­ir það þó borga sig þar sem all­ir geti þá notað hús­næðið.

Frétt mbl.is og myndband.