Skip to main content
Frétt

Endurskoðun laga um almannatryggingar

By 1. mars 2016júní 8th, 2023No Comments

Lógó ÖBÍSérálit fulltrúa ÖBÍ og stjórnarandstöðuflokkanna.

Í kvöldfréttum RÚV þann 28. febrúar sl. var sagt frá tillögum, sem hluti nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar afhenti félags- og húsnæðismálaráðherra við lok nefndarstarfsins. Fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands í nefndinni skrifuðu ekki undir tillögurnar, en skiluðu séráliti ásamt fulltrúum Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs. Áhugasamir geta kynnt sér sérálitið og skýrsluna Virkt samfélag: Tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess, sem bandalagið skilaði inn með sérálitinu og greinargerð. Í vefriti ÖBÍ (2. tölublað 2015) er að finna umfjöllun um skýrsluna.