Skip to main content
Frétt

Þreytt á umræðu um bótasvik.

By 29. janúar 2016No Comments
Ítarlegt viðtal við Ellen Calmon, formann ÖBÍ í Fréttablaðinu 29. janúar 2016. Hún talar meðal annars um langa biðlista barna eftir greiningu, fullorðinna eftir aðgerðum og lág laun sem þrýsti á um of mikið vinnuálag sem leið til veikinda og örorku. Bág kjör örorkulífeyrisþega, vinnuletjandi kerfi og þá erfiðu stöðu sem fjöldi öryrkja býr við.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

„Ef við hugsum ekki vel um börnin okkar og ef sjúklingar fá ekki þjónustu, þá verður félagslega kerfið þyngra. Fleiri fangar, fleiri örorkulífeyrisþegar og fleira fólk sem getur ekki tekið nægilegan þátt í samfélaginu.“ segir hún meðal annars.

Ellen segir stöðu öryrkja á Íslandi óásættanlega.

„Það er ekki ásættanlegt að hjá þessari fámennu og ríku þjóð búi fólk við fátækt. Með allar þessar auðlindir og allt sem við höfum hér til brunns að bera,“.