„Ég held að stór þáttur í því að öryrkjum fjölgar á Íslandi sé röng forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Röng forgangsröðun fjármuna ríkisins. Það sem við erum að sjá núna hjá þessari ríkisstjórn er að hún forgangsraðar þannig að ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari. Það hefur ekki tekist að styrkja innviði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfis eins og þarf,“ sagði Ellen í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Samkvæmt yfirliti sem velferðarráðuneytið birti í dag hefur öryrkjum fjölgað um 29 prósent frá nóvember 2005 til nóvember 2015. Mest fjölgin varð á aldursbilinu 65 til 66 ára, eða 55 prósent, en fjölgunin minnst í aldurshópum 40 til 49 ára.