Skip to main content
Frétt

Börn vistuð á Kópavogshæli á árunum 1952-1993 – viðtöl óskast

By 22. desember 2015No Comments
Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is

Jafnframt óskar vistheimilanefnd vinsamlegast eftir því að þeir sem störfuðu á Kópavogshæli á umræddu tímabili, og búa yfir upplýsingum sem varpað geta ljósi á þau atriði sem nefndinni ber að kanna, hafi samband með sama hætti.

Samkvæmt erindisbréfi forsætisráðherra frá 4. júlí 2012, á grundvelli laga nr. 26/2007, um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðar¬heimila fyrir börn (vistheimilanefnd), ber nefndinni að kanna hver hafi verið tildrög þess að börn voru vistuð á Kópavogshæli, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi stofnunarinnar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð.

Könnun vistheimilanefndar tekur til einstaklinga sem vistaðir voru á Kópavogshæli fyrir 18 ára aldur á árunum 1952-1993.