Skip to main content
Frétt

16 nemendur útskrifast frá Hringsjá

By 18. desember 2015No Comments
Þann 16. desember fór fram útskrift í Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu.

Alls útskrifuðust 16 nemendur eftir þriggja anna nám. Athöfnin hófst með því að Guðrún Árný söngkona flutti tvö lög. Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður fór yfir starfið á önninni og fulltrúar nemenda fluttu ávörp. Útskriftarnemendur fengu afhend prófskírteini og útskriftargjafir, sem voru að þessu sinni Origami óróar eftir Nillu. Aðrir nemendur fengu afhentar einkunnir. Að lokum flutti Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins hátíðarávarp.  

 Ellen Calmon og Helga Eysteinsdóttir við útskrift Hringsjár 16. desember 2016    Nemar og gestir við útskrift í Hringsjá 16. desember 2015