Í komandi viku verður mætt við Alþingi daglega til samstöðu, í um klukkutíma í senn. Fylgist vel með á Facebooksíðu og vef ÖBÍ um tímasetningu samstöðunnar hvern dag, en tímasetning getur breyst frá degi til dags.
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er gert ráð fyrir að lífeyrir almannatrygginga hækki frá 1. janúar 2016 um 9,4%. Sú hækkun myndi skila lífeyrisþegum rúmlega 13 þúsund króna hærri ráðstöfunartekjum mánaðarlega að hámarki. Lægstu laun hækkuðu um 31.000 kr. (fyrir skatt) frá 1. maí 2015.
Fjölmennum og sýnum samstöðu.
Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál