Skip to main content
Frétt

Mætum á Austurvöll 3. des kl. 10.30

By 2. desember 2015No Comments
Skorum á ráðherra og þingmenn að fela kjararáði að ákvarða hækkun lífeyrisþega almannatrygginga.

Söfnumst saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið, næstkomandi fimmtudag 3. desember kl. 10.30.

Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 er gert ráð fyrir að lífeyrir almannatrygginga hækki frá 1. janúar 2016 um 9,4%. Sú hækkun myndi skila lífeyrisþegum rúmlega 13.000 króna hærri ráðstöfunartekjum mánaðarlega að hámarki.

Við krefjumst þess að lífeyrisþegar fá afturvirka hækkun eins og aðrir þjóðfélagsþegnar og að hækkunin verði að lágmarki í samræmi við krónutöluhækkun lægstu launa í maí síðast liðnum.

Fjölmennum og sýnum samstöðu.

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál.