Skip to main content
Frétt

Kröfuskjal fatlaðra kvenna til ráðherra og Alþingis

By 17. nóvember 2015júní 8th, 2023No Comments
Fatlaðar konur í Tabú og Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands mættu í innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið og á Alþingi í dag til að afhenda kröfuskjal. Fylgist með á hastaginu #ÉgErEkkiEin

Konurnar vöktu athygli á að þær hefðu fengið nóg af ofbeldi sem viðgengst gagnvart fötluðum konum.

Í inngangi að kröfuskjalinu segir:

„Í ljósi þeirra atburða sem áttu sér stað á Nýja-Bæ, rannsókna sem liggja fyrir um háa tíðni ofbeldis gagnvart fötluðum konum og brotalamir réttarkerfisins, og reynslu okkar allra af margþættri mismunun og ofbeldi í íslensku samfélagi, gerum við eftirfarandi kröfur til innanríkisráðherra.“

Þeir sem vilja fylgjast með geta gert það á samfélagsmiðlum undir hashtagginu #ÉgErEkkiEin

Ganga þeirra hófst við Hörpu 13:30 og haldið var í Innanríkisráðuneytið. Þaðan fór gangan í Velferðarráðuneytið og endaði loks á Alþingi kl. 16:00.