Skip to main content
Frétt

Tímarit ÖBÍ 1. tbl. 2015

By 10. júní 2015No Comments

Meðal efnis í tímaritinu eru viðtöl við:

  • Snædísi Rán Hjartardóttur, sem vill gera heiminn betri.
  • Rúnar Björn Herrera, sem nýtur lífsins og „tjillar“ með plöntunum sínum.
  • Halldór Sævar Guðbergsson, varaformann ÖBÍ, um mikilvægi menntunar og atvinnu fyrir fatlað fólk.

Umfjöllun um málþingið, Er framhaldsskólinn fyrir alla?, rannsóknarverkefnið, Ofbeldi gagnvart fötluðum konum og margt fleira áhugavert.

Tengill á tímaritið (pdf skjal 2 Mb)

Hljóðskrár

01. Útlit tímaritsins

02. Efnisyfirlit 

03. Ávarp,  Ellenar Calmon, formanns ÖBÍ og Halldórs Sævars Guðbergssonar, varaformanns ÖBÍ.

04. Stefna alltaf á toppinn. Viðtal við Matthildi Ylfu Þorsteinsdóttur, Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Ingeborg Eide Garðarsdóttur frjálsíþróttakonur.

05. Kjaragliðnun. Umfjöllun Þorberu Fjölnisdóttur og Sigríðar Hönnu Ingólfsdóttur um lífeyrisgreiðslur og hvernig þær hafa dregist aftur úr tekjum annarra hópa.

06. Vil gera heiminn betri. Viðtal við Snædísi Rán Hjartardóttur sem er nýútskrifuð úr MH. Hún metur menntum mikils.

07. Sniðmát fyrir skóla án aðgreiningar er ekki til. Rætt við Kristínu Björnsdóttur lektor í fötlunarfræðum, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

08. Full sjálfstrausts út á vinnumarkaðinn. Guðrún V. Stefánsdóttir dósent í fötlunarfræðum,við Menntavísindasvið HÍ, segir frá starfstengdu diplómanámi við HÍ.

09. Er framhaldsskólinn fyrir alla. Umfjöllun um málþingið „Er framhaldsskólinn fyrir alla? Menntun fatlaðs fólks: Aðgengi og úrræði“.

10. Menntun og vinna er mikilvæg fyrir alla. Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ ræðir við ritstjóra um mikilvægi menntunar og atvinnu fyrir fatlað fólk.

11. Nýtur lífsins og „tjillar“ með plöntunum sínum. Rúnar Björn Herrera fer ótroðnar slóðir í lífinu og segir frá áhuga sínum á garðrækt, náminu við Garðyrkjuskólann og heimshornaflakki.

12. Ofbeldi gegn fötluðum konum. Hvað getum við gert? Umfjöllun um rannsóknarverkefni um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum.

13. Auglýsing frá Lottó.

14. Aðildarfélög ÖBÍ, upplýsingar um heimilisföng, síma, vef og netfang.