Skip to main content
Frétt

Troðfullt hús á lista- og menningarhátíð Uppskeru

By 24. febrúar 2025No Comments
481601556_17852885628397026_8043930924303858577_n

Framúrskarandi listafólk sýndi efni úr verkum sínum í fullu Silfurbergi í Hörpu á laugardaginn á Uppskeru, menningarhátíð fötlunarfræða og fatlaðs listafólks í Reykjavík. Hátíðin hófst hann 8. febrúar og enn er nóg eftir, enda stendur hún yfir fram til 8. mars.

ÖBÍ réttindasamtök eru einn styrktaraðila Uppskeru og eiga jafnframt fulltrúa í stýrihópi hátíðarinnar.

Dagskráin á laugardag var ákaflega metnaðarfull og innihélt brot úr leik- og dansverkum á borð við Fúsa, Svörtum fuglum og Taktu flugið beibí.

Málþing í tilefni af 20 ára afmæli fötlunarfræði við HÍ var svo haldið á föstudeginum, en það var einnig hluti af hátíðardagskrá Uppskeru. Þingið var með listrænu ívafi en í bland við ávörp og umræður voru tónlistaratriði, gjörningar og fleira.

Alla dagskrá Uppskeru má finna á vef hátíðarinnar í hlekknum hér að neðan:
https://hi.is/haskolinn/oll_dagskra