Skip to main content
FréttKjaramál

Umboðsmaður Alþingis tekur undir með ÖBÍ

Umboðsmaður Alþingis hefur tekið undir kröfu ÖBÍ réttindasamtaka um að norskar örorkubætur hafi ekki átt að skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Álit þess efnis var birt nýverið en ÖBÍ hafði farið fram á að þetta mál yrði tekið til skoðunar.

Málið snýst í grófum dráttum um að úrskurðarnefnd velferðarmála hafði staðfest ákvörðun TR um endurútreikning og uppgjör á tekjutengdum bótum einstaklings en við uppgjörið var farið með greiðslur sem viðkomandi fékk vegna örorku frá norsku vinnu- og velverðarstofnuninni sem erlendan lífeyri sem hefði sömu áhrif á tekjutryggingu einstaklingsons og greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum. Sum sé, greiðslurnar komu til skerðingar á tekjutryggingu viðkomandi.

„Greiðslur frá norsku vinnu- og velferðarstofnuninni (NAV) vegna örorku jöfnuðust á við bætur sem greiddar voru hér á landi í skilningi þágildandi ákvæðis laga um almannatryggingar. Þær hefðu því ekki átt að skerða tekjutryggingu,“ segir í áliti umboðsmanns.
Var því beint til úrskurðarnefndar að taka málið upp á ný, verði þess leitað.

Álitið í heild sinni má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/10609/skoda/mal/