Skip to main content
Frétt

Andlát: Jóhanna Sigríður Halldórsdóttir og Gunnhildur Hlöðversdóttir

Jóhanna Sigríður Halldórsdóttir og Gunnhildur Hlöðversdóttir eru fallnar frá. Báðar voru þær afkastamiklar baráttukonur fyrir réttindum fatlaðs fólks og verður þeirra minnst með hlýhug og söknuði.

Gunnhildur var varaformaður Lungnasamtakana og sat meðal annars í húsnæðishópi ÖBÍ réttindasamtaka.

Jóhanna Sigríður sat í kjarahópi ÖBÍ réttindasamtaka og tók virkan þátt í starfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, meðal annars með setu í framkvæmdaráði félagsins.

Stjórn og starfsfólk ÖBÍ réttindasamtaka kveðja þessa öflugu samherja með einlægu þakklæti og votta vinum og fjölskyldu samúð.