Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera fyrir fatlað fólk? Hvernig ætla þeir að tryggja full mannréttindi hér á landi?
Þessum spurningum og fleirum verður svarað á opnum fundi ÖBÍ réttindasamtaka með frambjóðendum til Alþingis 5. nóvember kl. 15-17 á Grand hóteli í Reykjavík.
Fundurinn er táknmáls- og rittúlkaður. Fundarstjóri er Helgi Seljan.
Hér að neðan má nálgast beint streymi af fundinum:
» Aðgengilegar kosningar » Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka fyrir Alþingiskosningar 2024