ÖBÍ réttindasamtök (ÖBÍ) lýsa yfir stuðningi við tillögur frumvarpsins.
ÖBÍ hefur ítrekað bent á þær hættur sem felast í ákvæðum laga um útlendinga um brottfall þjónustu sem komið var á með lögum nr. 14/2023. ÖBÍ hefur m.a. vakið athygli á dæmum þess að einstaklingar sem eiga að vera undanþegnir brottfalli þjónustu í slíkum tilvikum hafi þrátt fyrir það verið sviptir þjónustu, þ.m.t. börn og fatlað fólk. Fjölmargir aðilar vöruðu við afleiðingum ákvæðanna um brottfall þjónustu sem hafa raungerst. ÖBÍ tekur undir þau sjónarmið sem rakin eru í greinargerð með frumvarpinu sem og umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ekki hafi verið gengið úr skugga um að ákvæðin standist stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbinindgar Íslands á sviði mannréttinda og að ríkisstjórnin hefur ekki gert endurviðtökukusamninga við öll upprunaríki.
Ekkert um okkur án okkar!
Með vinsemd og virðingu,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ
Sigurður Árnason
lögfræðingur ÖBÍ
Útlendingar (afnám þjónustusviptingar)
62. mál, lagafrumvarp. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Umsögn ÖBÍ, 1. október 2024