Festa – miðstöð um sjálfbærni, ÖBÍ réttindasamtök og Vinnumálastofnun stóðu saman að tengslafundi í Mannréttindahúsinu í gær. Fundurinn snerist um atvinnumál fatlaðs fólks, sér í lagi í ljósi mikilvægra breytinga sem voru samþykktar í sumar á lögum um almannatryggingar.
Á fundinum var fjallað um hvernig þessi lög koma beint inn á félagslegan þátt sjálfbærninnar, hvernig er hægt að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta atvinnugetu af ýmsum toga, hvað þessar breytingar þýða fyrir rekstraraðila og hvernig aðildarfélög Festu geta tekið þátt í að styrkja félagslega sjálfbærni í samfélaginu í heild.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra hélt ávarp
- Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur ÖBÍ réttindasamtaka fjallaði um aukna atvinnuþátttaka fatlaðs fólks og UNNDÍSi
- Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfærðingur hjá Vinnumálastofnun fjallaði um UNNDÍSi sem er innleiðingarferli á inngildandi vinnustaði fyrir fólk með mismikla starfsgetu
- Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum fjallaði um týnda fjársjóðinn sem felst meðal fólks með skerta starfsgetu.
- Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK fjallaði um VIRK, þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum
- Vaka Ágústsdóttir, mannauðsstjóri IKEA fjallaði um fjölbreytni sem lykil að velgengni
Hér að neðan má finna myndir sem Ernir Eyjólfsson ljósmyndari tók á fundinum.
View this post on Instagram