Skip to main content
Frétt

List án landamæra farin af stað

List án landamæra hófst með látum í gær, en það er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og eru ÖBÍ réttindasamtök stoltur styrktaraðili.

Þetta er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs fólks og hefur hátíðin því mikla sérstöðu í íslensku menningarlífi.

Elín Sigríður María Ólafsdóttir er listamaður Listar án landamæra í ár en hún er myndlistarkona, leikkona og skáld. Sýning Elínar, Við sjáum það sem við viljum sjá, var opnuð í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi og stendur til 3. nóvember.

Þá er Fjölleikhúsið listhópur hátíðarinnar í ár, en það var stofnað 2022 utan um leiklistarnámskeið í Fjöl,ennt. Hópurinn hélt sína fyrstu leiksýningu á dagskrá Listar án landamæra árið 2022 og voru með leikþátt á stóra sviði Þjóðleikhússins í desember síðastliðnum.