Skip to main content
Frétt

Gleðilega hinsegin daga

Jóhanna Gunnarsdóttir og Kjartan Þór Ingason, starfsmenn ÖBÍ, draga regnbogafána að húni við Mannréttindahúsið.

ÖBÍ réttindasamtök óska öllum gleðilegra Hinsegin daga og lýsa stuðningi við mikilvæga réttindabaráttu hinsegin fólks.

Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Stolt er styrkur“ og megináhersla í dagskrárgerð er hinsegin menning. Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, ritar ávarp í tímarit Hinsegin daga og minnir á að þetta sé í 25. sinn sem Gleðiganga er gengin.

„Til þess að framþróun eigi sér stað í samfélagi okkar þurfum við að sýna samstöðu. En samstaðan þurrkar ekki út ólíkan bakgrunn okkar og áskoranir, þar sem mismunandi hópar innan hinsegin samfélagsins mæta mismunandi og misalvarlegri mismunun og mótlæti, skrifar Helga í ávarpinu.

ÖBÍ réttindasamtök hvetja öll til þess að kynna sér dagskrá hinsegin daga og til þess að taka afstöðu með mannréttindum.

Dagskrána má sjá hér:

https://hinsegindagar.is/dagskra/