Skip to main content
AlþjóðasamstarfFrétt

Ekkert um fatlað fólk í nýjum áherslum framkvæmdastjórnar ESB

EFD, Evrópusamtök fatlaðs fólks, lýsa þungum áhyggjum af því að ekkert sé minnst á málefni fatlaðs fólks í nýsamþykktu skjali um forgangsmál framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir árin 2024 til 2029. ÖBÍ réttindasamtök eiga aðild að EDF.

Í ljósi þessa skorts á áherslum í málefnum fatlaðs fólks hefur EDF sent Ursulu von der Leyen, nýendurkjörnum forseta framkvæmdastjórnarinnar, bréf. Þar fer EDF fram á útskýringar án tafar.

Yannis Vardakastanis, formaður EDF, skrifar í bréfinu að hreyfingin sé hreinlega gáttuð á því að ekkert sé minnst á fatlað fólk né aðgengismál í skjalinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að uppfæra áherslur framkvæmdastjórnar ESB þegar kemur að þessum málaflokkum.

Að auki skrifaði Vardakastanis að á síðasta kjörtímabili hafi mikill árangur náðst hvað varðar réttindabaráttu fatlaðs fólks. Vonandi sé um mistök að ræða og að þau verði leiðrétt hið snarasta.