Skip to main content
Frétt

ÖBÍ úthlutar 56 milljónum til 37 verkefna

ÖBÍ réttindasamtök hafa úthlutað 56 milljónum króna í styrki til samtals 37 verkefna. Alls sóttu 66 um verkefnastyrk og var því rúmur helmingur umsækjenda styrktur.

Á meðal verkefna sem fengu styrk voru ferðalög Víðsýnar, ferðafélags fólks með geðraskanir, námskeið Félags fósturforeldra fyrir foreldra barna með geð- og þroskaraskanir, listahátíðin List án landamæra og Handaflug, táknmálsyfirtaka ON Productions á Listahátíð í Reykjavík 2024.

Lista yfir alla styrkhafa sem og styrkhafa fyrri ára má finna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Verkefnastyrkir ÖBÍ – ÖBI (obi.is)

ÖBÍ réttindasamtök veitir árlega styrki í verkefni sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og eru í samræmi við markmið og stefnu samtakanna.

Umsóknarfrestur til að sækja um verkefnastyrk fyrir árið 2024 var til 15. mars en við hvetjum áhugasöm til þess að fylgjast með miðlum ÖBÍ. Auglýst verður þegar opnað er fyrir umsóknir á nýjan leik.