Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This event has passed.

Skiptir framtíðin máli? Samtal um sáttmála framtíðarinnar

6. júní @ 17:00 - 19:00

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneytið, forsætisráðuneytið, Barna- og ungmennaráð heimsmarkmiða SÞ, Landssamband ungmennafélaga og Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands boðar til samtals um Sáttmála framtíðarinnar fimmtudaginn 6. júní frá klukkan 17:00- 19:00 í Mannréttindahúsinu.
Dagana 22.-23. September nk. verður Leiðtogafundur um framtíðina (e. Summit of the Future) haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þar sem leiðtogar heimsins koma saman til að samþykkja nýtt alþjóðlegt samkomulag um hvernig við bætum samtíð okkar og tryggjum gæfuríkari framtíð. Hið nýja samkomulag, Sáttmáli framtíðarinnar (e. Pact for the Future) er einstakt tækifæri til að endurheimta það traust sem hefur glatast og sýna fram á að með alþjóðlegri samvinnu sé hægt að takast á við þær sameiginlegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir.
Á þessum samtalsfundi verða drög sáttmálans kynnt og þemu hans rædd í umræðuhópum. Viðburðinum er þannig ætlað að auka þekkingu á málefnum Leiðtogafundarins og um Sáttmála framtíðarinnar, stuðla að áhugaverðum umræðum sem virkja þátttöku ungs fólks og borgarasamfélagsins og valdefla þessa hópa í málefnum sem þau varðar.

Upplýsingar

Dagsetning:
6. júní
Tími:
17:00 - 19:00
Viðburðir Flokkur:

Vettvangur

Mannréttindahúsið
Sigtún 42
Reykjavík, Iceland
+ Google Map