Skip to main content
FréttHeilbrigðismál

Upptaka: Má ég taka þátt… í lífinu?

ÖBÍ réttindasamtök stóðu fyrir hádegisfundi um endurskoðun hjálpartækjahugtaksins á Grand hótel í dag frá klukkan 12:00 til 13:30.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra flutti opnunarávarp fundarins. Þá flutti Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Hver ræður því hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækjum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær að taka þátt?