Umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (lífeyrisþegar búsettir erlendis). Þingskjal 421 — 405. mál.
ÖBÍ réttindasamtök taka undir tillögur í frumvarpinu sem hér er til umsagnar um að greiða lífeyristökum sem búsettir eru erlendis annars vegar heimilisuppbót og hins vegar framfærsluuppbót, ef viðkomandi á ekki rétt á sambærilegum greiðslum í búsetulandi.
Á sama tíma þarf að vera ljóst hvernig slík breyting væri í framkvæmd. Hverjum er ætlað að sýna fram á að lífeyristakar njóti ekki sambærilegs stuðnings í búseturíki? Ef sönnunarbyrðin er sett yfir á lífeyristaka er líklegt að það yrði of íþyngjandi og nær ógerlegt fyrir hann.
Ekkert um okkur án okkar!
Með vinsemd og virðingu,
Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir,
félagsráðgjafi ÖBÍ réttindasamtaka
Félagsleg aðstoð (lífeyrisþegar búsettir erlendis)
405. mál, lagafrumvarp.
Umsögn ÖBÍ, 21. mars 2024