Koma þarf röddum ungs fatlaðs fólks betur á framfæri, þörf er á meiri sveigjanleika í vinnu og veita þarf skýrar uplýsingar um aðgengi á Norðurlöndunum. Þetta eru á meðal niðurstaðna ráðstefnu ungs fatlaðs fólks á Norðurlöndunum sem Norræna ráðherranefndin stóð fyrir í október í samstarfi við ungmennahreyfingar fötlunarsamtaka í október.
Skýrsla með niðurstöðunum var birt í vikunni. Hún er aðgengileg hér:
https://nordicwelfare.org/en/publikationer/nordic-youth-disability-summit-2023/
Skýrt var á ráðstefnunni að það er ríkur vilji til þess á meðal ungs fatlaðs fólks að hafa hærra og að fá veigameira hlutverk þegar kemur að Norðurlandasamstarfi og stefnumótun. Ungt fatlað fólk setti fram skýra kröfu um aukið samráð.
Í því skyni var ákveðið að ráðstefna næsta árs fari fram á réttum stað og réttum tíma til þess að fulltrúar ungliðahreyfinganna geti sótt annan af tveimur árlegum fundum Norðurlandaráðsins um málefni fatlaðs fólks.Einnig var sett fram krafa um a
ukinn sveigjanleika í vinnu. Samhljómur var um að heimsfaraldur kórónuveiru sýndi að það væri vel hægt að vinna að heiman og að það gagnist mörgum mjög vel. Því var sett fram krafa um að fólk fái aukið svigrúm til þess að vinna að heiman, sé þess óskað. Sömuleiðis þurfi að huga að því að gefa ungu fötluðu fólki sveigjanlegri vinnutíma.