- This event has passed.
Áfram stelpur! Fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna
11. janúar @ 10:00 - 13:00
Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.
Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi.
Námskeiðið stendur í 9 klukkustundir – þrjú skipti, 3 klukkustundir í senn fimmtudagana 11. – 18. og 25. janúar kl:10.00-13:00. Námskeiðið verður í húsnæði Lífsgæðasetursins í St. Jósefsspítala. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, ADHD og einhverfu markþjálfi.
Sjá nánar: Námskeið | ADHD samtökin