Skip to main content
FréttHeilbrigðismál

Sameiginleg yfirlýsing um stöðu Heyrnar- og talmeinastöðvar

By 6. nóvember 2023No Comments

Í nýlegri frétt á Vísi (Um þrjú hunduð börn bíða heyrnarmælingar) greinir Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar (HTÍ), frá því neyðarástandi sem ríkir innan stofnunarinnar.

HTÍ er eina stofnunin sem starfar samkvæmt lögum um þjónustu við heyrnarskerta (Lög um Heyrnar- og talmeinastöð nr. 42/2007). HTÍ ber meðal annars að sinna heyrnarmælingum, greiningum, meðferð á heyrnar- og talmeinum. HTÍ sinnir einnig meðferð og íhlutun til barna sem fæðast með skarð í góm og/eða vör.

Neðangreind félög og stofnanir gagnrýna harðlega það aðgerðarleysi sem ríkir af hálfu heilbrigðisráðuneytis gagnvart HTÍ. Síðastliðin ár hefur HTÍ reynt að standast þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar samkvæmt lögum en komið er að þolmörkum. Miðað við núverandi fjárlög, húsakost, skort á faglærðum heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum, aðstæðum til rannsókna og framþróunar er ljóst að brotið er á réttindum skjólstæðinga undirritaðra hagsmunaaðila til þess að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Skjólstæðingahópur HTÍ er fjölbreyttur og gjarnan jaðarsettur en neðangreind félög og stofnanir krefjast þess að ákalli stofnunarinnar verði svarað og aukið fé lagt í starfsemina.

f.h. Heyrnarhjálpar,
Halla B Þorkelsson

f.h. ÖBÍ réttindasamtaka,
Alma Ýr Ingólfsdóttir

f.h. Félags heyrnarlausra,
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir

f.h. Breiðra brosa,
Sif Huld Albertsdóttir

f.h. Foreldra- og styktarfélag
heyrnardaufra
Sigríður Vala Jóhannsdóttir

f.h. Máleflis,
Eva Yngvadóttir

f.h. Landsambands eldri borgara
Helgi Pétursson

f.h. Hlíðaskóla,
Berglind Stefánsdóttir

f.h. Sólborgar,
Margrét Gígja Þórðardóttir

f.h. Félag íslenskra háls-, nef, og eyrnalækna,
Einar Kristinn Hjaltested

f.h. Félags heyrnarfræðinga,
Kristbjörg Pálsdóttir

f.h. Félags talmeinafræðinga á Íslandi,
Kristín Th. Þórarinsdóttir

f.h. Umhyggju,
Árný Ingvarsdóttir