TR hefur sent örorku- og endurhæfingarlífeyristökum sem og örorkustyrktökum tölvupóst þar sem kynnt er könnun sem Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir fyrir ÖBÍ réttindasamtök.
Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu, heilsu, stöðu á húsnæðismarkaði, félagslega einangrun, fordóma og stöðu á vinnumarkaði hjá þeim sem eru með 75% örorkumat, eru á endurhæfingarlífeyri eða á örorkustyrk.
Þessar upplýsingar munu reynast afar mikilvægar í allri baráttu ÖBÍ réttindasamtaka fyrir bættum kjörum og réttindum fatlaðs fólks. Við hvetjum því öll til þess að taka þátt í könnuninni.
Þátttaka í könnuninni er valfrjáls en hún er nafnlaus og ekki verður hægt að rekja svör til svarenda. TR sér um útsendingu á póstinum og framsendir síðan hlekk á könnunina eingöngu til þeirra sem samþykkja þátttöku. Könnunin verður opin frá 25. október til 8. nóvember. Ítrustu persónuverndarsjónarmiða er gætt við útsendinguna og úrvinnslu könnunarinnar.