Mynd 2
Á myndinni er súlurit sem sýnir húsnæðisaðstæður fólks út frá tegund skerðingar, hvort fólk búi í eigin húsnæði eða leighúsnæði. Skerðingarnar skiptast í 5 flokka. 1. flokkur er þroskahömlun og einhverfa, af þeim býr 81% í leiguhúsnæði eða öðru og 19% í eigin húsnæði. 2. flokkur eru geðsjúkdómar eða kvíði, af þeim búa 57% í leiguhúsnæði eða öðru og 43% í eigin húsnæði. 3. flokkur eru áverkar, af þeim búa 38% í leiguhúsnæði eða öðru og 62% í eigin húsnæði. 4. flokkur eru stoðkerfisvandamál, hreyfihömlun, sjónskerðinga eða heyrnarskerðing, af þeim búa 34% í leiguhúsnæði eða öðru og 66% í eigin húsnæði. 5. flokkur er annað, af þeim búa 27% í leiguhúsnæði eða öðru og 73% í eigin húsnæði.
Mynd 9
Á myndinni er súlurit sem sýnir fjölda íbúa í herbergjasambýlum 2021 eftir 10 sveitarfélögum og 2 samfélögum. Á Sólheimum búa 14 í herbergjasambýlum, í Skaftholti eru það 7, á Suðurlandi 5, í Eyjafirði 14, í Fjallabyggð 4, í Norðurþingi 4, í Sveitarfélaginu Skagafirði 9, í Mosfellsbæ og Kjósahreppi 26, í Hafnarfirði 20, í Garðabæ 13, í Kópavogsbæ 17 og í Reykjavíkurborg 60.
Mynd 10
Á myndinni er súlurit sem sýnir fjölda íbúa í búsetukjörnum 2021 eftir 21 sveitarfélagi og 1 samfélagi. Í Akraneskaupstað búa 16 íbúar í búsetukjörnum, á Austurlandi eru þeir 23, í Borgarbyggð, Dölum og Skorradal 9, í Dalvíkurbyggð 11, Í Eyjafirði 63, í Fjallabyggð 6, í Garðabæ 6, í Grindavíkurbæ 6, í Hafnarfirði 44, í Hvalfjarðarsveit 3, í Kópavogsbæ 35, í Mosfellsbæ og Kjósahreppi 21, í Reykjanesbæ 15, í Reykjavíkurborg 291, á Seltjarnarnesi 4, í Skagafirði 12, á Snæfellsnesi 5, á Sólheimum 8, á Suðurlandi 20, í Suðurnesjabæ 6, á Vestfjörðum 10 og í Vestmannaeyjabæ 7.
Tafla 1
Á töflunni kemur fram fjöldi íbúa undir 67 ára aldri sem býr inni á hjúkrunarheimilum á árunum 2012 til 2022. Aldri íbúa er skipt í þrennt, 20 til 49 ára, 50 til 59 ára og 60 til 66 ára. Að lokum er sýnd samtala íbúa eftir árum. Árið 2012 eru 7 íbúar 20 til 49 ára, 29 íbúar 50 til 59 ára og 51 íbúi 60 til 66 ára, samtals 87 íbúar. 2013 eru 6 íbúar 20 til 49 ára, 31 íbúi 50 til 59 ára og 52 íbúar 60 til 66 ára, samtals 89 íbúar. 2014 eru 7 íbúar 20 til 49 ára, 35 íbúar 50 til 59 ára og 54 íbúar 60 til 66 ára, samtals 96 íbúar. 2015 eru 8 íbúar 20 til 49 ára, 30 íbúar 50 til 59 ára og 67 íbúar 60 til 66 ára, samtals 105 íbúar. 2016 eru 9 íbúar 20 til 49 ára, 37 íbúar 50 til 59 ára og 79 íbúar 60 til 66 ára, samtals 125 íbúar. 2017 eru 8 íbúar 20 til 49 ára, 40 íbúar 50 til 59 ára og 82 íbúar 60 til 66 ára, samtals 130 íbúar. 2018 eru 5 íbúar 20 til 49 ára, 40 íbúar 50 til 59 ára og 82 íbúar 60 til 66 ára, samtals 127 íbúar. 2019 eru 7 íbúar 20 til 49 ára, 39 íbúar 50 til 59 ára og 79 íbúar 60 til 66 ára, samtals 125 íbúar. 2020 eru 10 íbúar 20 til 49 ára, 38 íbúar 50 til 59 ára og 89 íbúar 60 til 66 ára, samtals 137 íbúar. 2021 eru 12 íbúar 20 til 49 ára, 37 íbúar 50 til 59 ára og 95 íbúar 60 til 66 ára, samtals 144 íbúar. 2022 eru 11 íbúar 20 til 49 ára, 32 íbúar 50 til 59 ára og 95 íbúar 60 til 66 ára, samtals 138 íbúar.
Tafla 2
Á töflunni er yfirlit yfir tekju- og eignamörk húsnæðisbóta frá 1. janúar til 1. júlí 2023. Töflunni er skipt upp í 5 dálka, fjölda heimilismanna, neðri tekjumörk á ári, efri tekjumörk á ári, neðri tekjumörk á mánuði og efri tekjumörk á mánuði í krónum talið. Fjölda heimilismanna er skipt í fernt, það er einn, tveir, þrír og fjórir eða fleiri. Einn heimilismaður er með 5.257.544 kr. í neðri tekjumörk á ári, 9.690.280 kr. í efri tekjumörk á ári, 438.129 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 807.523 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Tveir heimilismenn eru með 6.953.525 kr. í neðri tekjumörk á ári, 12.816.180 kr. í efri tekjumörk á ári, 579.460 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 1.068.015 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Þrír heimilismenn eru með 8.140.713 kr. í neðri tekjumörk á ári, 15.004.304 kr. í efri tekjumörk á ári, 678.393 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 1.250.359 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Fjórir eða fleiri heimilismenn eru með 8.819.106 kr. í neðri tekjumörk á ári, 16.254.670 kr. í efri tekjumörk á ári, 734.926 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 1.354.556 kr. í efri tekjumörk á mánuði.
Tafla 3
Á töflunni er yfirlit yfir tekju- og eignamörk húsnæðisbóta frá 1. júlí 2023. Töflunni er skipt upp í 3 dálka, fjölda heimilismanna, neðri tekjumörk á ári og neðri tekjumörk á mánuði í krónum talið. Fjölda heimilismanna er skipt í fernt, það er einn, tveir, þrír og fjórir eða fleiri. Einn heimilismaður er með 5.388.983 kr. í neðri tekjumörk á ári og 449.082 kr. í neðri tekjumörk á mánuði. Tveir heimilismenn eru með 7.127.364 kr. í neðri tekjumörk á ári og 593.947 kr. í neðri tekjumörk á mánuði. Þrír heimilismenn eru með 8.344.232 kr. í neðri tekjumörk á ári og 695.353 kr. í neðri tekjumörk á mánuði. Fjórir eða fleiri heimilismenn eru með 9.039.585 kr. í neðri tekjumörk á ári og 753.299 kr. í neðri tekjumörk á mánuði.
Tafla 4
Á töflunni er yfirlit yfir viðmið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um tekjumörk sérstaks húsnæðisstuðnings frá 1. júlí 2023. Töflunni er skipt upp í 5 dálka, fjölda heimilismanna, neðri tekjumörk á ári, efri tekjumörk á ári, neðri tekjumörk á mánuði og efri tekjumörk á mánuði í krónum talið. Fjölda heimilismanna er skipt í fernt, það er einn, tveir, þrír og fjórir eða fleiri. Einn heimilismaður er með 4.940.697 kr. í neðri tekjumörk á ári, 6.175.872 kr. í efri tekjumörk á ári, 411.725 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 514.656 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Tveir heimilismenn eru með 6.534.470 kr. í neðri tekjumörk á ári, 8.168.088 kr. í efri tekjumörk á ári, 544.539 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 680.675 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Þrír heimilismenn eru með 7.650.112 kr. í neðri tekjumörk á ári, 9.562.639 kr. í efri tekjumörk á ári, 637.509 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 796.887 kr. í efri tekjumörk á mánuði. Fjórir eða fleiri heimilismenn eru með 8.287.620 kr. í neðri tekjumörk á ári, 10.359.524 kr. í efri tekjumörk á ári, 690.634 kr. í neðri tekjumörk á mánuði og 863.293 kr. í efri tekjumörk á mánuði.
Tafla 5
Á töflunni er yfirlit yfir tekjumörk sérstaks húsnæðisstuðnings Seltjarnarnesbæjar árið 2023. Töflunni er skipt í 5 dálka, fjölda heimilismanna, krónutala sem skerðing hefst við miðað við árstekjur, krónutala sem full skerðing hefst við miðað við árstekjur, krónutala sem skerðing hefst við miðað við mánaðartekjur og krónutala sem full skerðing hefst við miðað við mánaðartekjur. Fjölda heimilismanna er skipt í fernt, það er einn, tveir, þrír og fjórir eða fleiri. Hjá einum heimilismanni hefst skerðing miðað við árstekjur við 3.885.000 kr., full skerðing miðað við árstekjur við 4.856.250 kr., skerðing miðað við mánaðartekjur hefst við 323.750 kr. og full skerðing miðað við mánaðartekjur við 404.688 kr. Hjá tveimur heimilismönnum hefst skerðing miðað við árstekjur við 5.138.226 kr., full skerðing miðað við árstekjur við 6.422.783 kr., skerðing miðað við mánaðartekjur hefst við 428.186 kr. og full skerðing miðað við mánaðartekjur við 535.232 kr. Hjá þremur heimilismönnum hefst skerðing miðað við árstekjur við 6.015.484 kr., full skerðing miðað við árstekjur við 7.519.355 kr., skerðing miðað við mánaðartekjur hefst við 501.290 kr. og full skerðing miðað við mánaðartekjur við 626.613 kr. Hjá fjórum og fleiri heimilismönnum hefst skerðing miðað við árstekjur við 6.516.774 kr., full skerðing miðað við árstekjur við 8.145.968 kr., skerðing miðað við mánaðartekjur hefst við 543.065 kr. og full skerðing miðað við mánaðartekjur við 678.831 kr.
Mynd 12
Á myndinni er súlurit sem sýnir fjölda íbúða Brynju leigufélags eftir 11 sveitarfélögum og landshlutum. Á Suðurlandi á Brynja 23 íbúðir sem gera 2,8% eignasafnsins, á Austurlandi eru 17 íbúðir eða 2,1%, á Akureyri og nágrenni eru 45 íbúðir eða 5,5%, á Vestfjörðum eru 7 íbúðir eða 0,9%, á Vesturlandi eru 30 íbúðir eða 3,7%, á Reykjanesi eru 28 íbúðir eða 3,4%, í Hafnarfirði eru 89 íbúðir eða 10,8%, í Garðabæ eru 24 íbúðir eða 2,9%, í Kópavogi eru 48 íbúðir eða 7,1%, á Seltjarnarnesi eru 3 íbúðir eða 0,4% og í Reykjavík eru 448 íbúðir eða 59,4%.
Mynd 13
Á myndinni er súlurit yfir stöðu á húsnæðismarkaði eftir heimilisgerð, það er eigendur og leigjendur frá 2004 til 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands, sem sýnir hlutfall í prósentum. Árið 2004 er hlutfall eigenda 80% og leigjenda 20%. Árin 2005 til 2007 er hlutfall eigenda um 82% og leigjenda 18% Árið 2008 er hlutfall eigenda 81% og leigjenda 19%. 2009 er hlutfall eigenda um 79% og leigjenda 21%. 2010 er hlutfall eigenda um 75% og leigjenda 25%. 2011 og 2012 er hlutfall eigenda um 72% og leigjenda 28%. 2013 er hlutfall eigenda um 73% og leigjenda 27%. 2014 er hlutfall eigenda 74% og leigjenda 26%. 2015 og 2016 er hlutfall eigenda um 74% og leigjenda 26%. 2017 er hlutfall eigenda um 69% og leigjenda 31%. 2018 er hlutfall eigenda um 68% og leigjenda 32%. 2019 og 2020 er hlutfall eigenda um 77% og leigjenda 23%. 2021 og 2022 er hlutfall eigenda um 79% og leigjenda 21%.
Mynd 14
Á myndinni er súlurit yfir stöðu á húsnæðismarkaði eftir heimilisgerð frá 2004 til 2021 samkvæmt Hagstofu Íslands, sem sýnir hlutfall í prósentum. Súlurnar eru 4 og sýna eigendur skuldlaust, eigendur með lán, leigjendur á almennum markaði og leigjendur í úrræði. 2004 eru skuldlausir eigendur 21,3%, eigendur með lán 58,8%, leigjendur á almennum markaði 9,4% og leigjendur í úrræði 8,7%. 2005 eru skuldlausir eigendur 20,6%, eigendur með lán 61,8%, leigjendur á almennum markaði 8,3% og leigjendur í úrræði 8,1%. 2006 eru skuldlausir eigendur 20,9%, eigendur með lán 61,3%, leigjendur á almennum markaði 9,2% og leigjendur í úrræði 7,7%. 2007 eru skuldlausir eigendur 17,4%, eigendur með lán 65,2%, leigjendur á almennum markaði 7,6% og leigjendur í úrræði 7,8%. 2008 eru skuldlausir eigendur 16,8%, eigendur með lán 64,2%, leigjendur á almennum markaði 8,9% og leigjendur í úrræði 8,3%. 2009 eru skuldlausir eigendur 17,4%, eigendur með lán 61,4%, leigjendur á almennum markaði 10,2% og leigjendur í úrræði 8,9%. 2010 eru skuldlausir eigendur 16%, eigendur með lán 59,3%, leigjendur á almennum markaði 13,8% og leigjendur í úrræði 9%. 2011 eru skuldlausir eigendur 17,5%, eigendur með lán 54,4%, leigjendur á almennum markaði 13,2% og leigjendur í úrræði 11,7%. 2012 eru skuldlausir eigendur 17,4%, eigendur með lán 54,3%, leigjendur á almennum markaði 15,2% og leigjendur í úrræði 10,2%. 2013 eru skuldlausir eigendur 17,6%, eigendur með lán 55,3%, leigjendur á almennum markaði 14,2% og leigjendur í úrræði 10,7%. 2014 eru skuldlausir eigendur 18,9%, eigendur með lán 55,1%, leigjendur á almennum markaði 14,8% og leigjendur í úrræði 9,9%. 2015 eru skuldlausir eigendur 18,1%, eigendur með lán 55,6%, leigjendur á almennum markaði 13,3% og leigjendur í úrræði 10,7%. 2016 eru skuldlausir eigendur 17,5%, eigendur með lán 56,1%, leigjendur á almennum markaði 12,2% og leigjendur í úrræði 11,8%. 2017 eru skuldlausir eigendur 17,7%, eigendur með lán 51,3%, leigjendur á almennum markaði 15,5% og leigjendur í úrræði 12,8%. 2018 eru skuldlausir eigendur 18,8%, eigendur með lán 48,7%, leigjendur á almennum markaði 16,5% og leigjendur í úrræði 12,3%. 2019 eru skuldlausir eigendur 22,6%, eigendur með lán 53,2%, leigjendur á almennum markaði 13,4% og leigjendur í úrræði 8,7%. 2020 eru skuldlausir eigendur 21,8%, eigendur með lán 53,2%, leigjendur á almennum markaði 14,5% og leigjendur í úrræði 7,6%. 2021 eru skuldlausir eigendur 23,1%, eigendur með lán 55%, leigjendur á almennum markaði 13,4% og leigjendur í úrræði 6,2%.
Mynd 15
Á myndinni er súlurit yfir dreifingu leigjenda eftir 10 tegundum leigusala árið 2022. Tölur eru fengnar úr leigumarkaðskönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 1,6% leigjenda leigja af öðrum, 0,6% leigja af félagsamtökum, 1% leigir af atvinnuveitanda, 2,7% leigja af búseturéttarfélagi, 5,3% leigja af stúdentagörðum, 7,1% leigja af óhagnaðardrifnu leigufélagi, 11,1% leigja af sveitarfélagi, 13,3% leigja af einkareknu leigufélagi, 15,4% leigja af ættingjum eða vinum og 41,9% leigja af einstaklingum.
Tafla 6
Á töflunni er yfirlit yfir tíu ódýrustu íbúðir Ölmu leigufélags sem voru lausar til útleigu 15. ágúst 2023. Töflunni er skipt í 5 dálka, verð á mánuði í kr., fjöldi herbergja, stærð í fermetrum, gerð húsnæðis og póstnúmer. Íbúðunum 10 er raðað eftir þeirri ódýrustu að þeirri dýrustu. Ódýrasta íbúðin er leigð á 205.000 kr., 2 herbergi, 70 fermetrar, parhús, staðsett í 311 Borgarnesi. Sú næsta er leigð á 207.000 kr., 2 herbergi, 62 fermetrar, íbúð, í 250 Garði. Þriðja íbúðin er leigð á 217.000 kr., 1 herbergi, 33 fermetrar, íbúðarherbergi, í 210 Garðabæ. Fjórða íbúðin er leigð á 277.000 kr., 2 herbergi, 65 fermetrar, íbúð, í 110 Reykjavík. Fimmta íbúðin er leigð á 280.000 kr., 3 herbergi, 90 fermetrar, íbúð, í 260 Reykjanesbæ. Sjötta íbúðin er leigð á 281.000 kr., 2 herbergi, 54 fermetrar, íbúð, í 110 Reykjavík. Sjöunda íbúðin er leigð á 298.000 kr., 2 herbergi, 60 fermetrar, íbúð, í 210 Garðabæ. Áttunda íbúðin er leigð á 300.000 kr., 4 herbergi, 101 fermetri, íbúð, í 260 Reykjanesbæ. Níunda íbúðin er leigð á 300.000 kr., 2 herbergi, 70 fermetrar, íbúð, í 101 Reykjavík. Tíunda og dýrasta íbúðin er leigð á 304.000 kr., 2 herbergi, 73 fermetrar, íbúð, í 101 Reykjavík.
Tafla 7
Á töflunni er yfirlit yfir níu ódýrustu íbúðir til leigu á fasteignavef Vísis 15. ágúst 2023. Töflunni er skipt í 5 dálka, verð á mánuði í kr., fjöldi herbergja, stærð í fermetrum, gerð húsnæðis og póstnúmer. Íbúðunum 9 er raðað eftir þeirri ódýrustu að þeirri dýrustu. Ódýrasta íbúðin er leigð á 250.000 kr., 2 herbergi, 63,7 fermetrar, fjölbýli, staðsett í 108 Reykjavík. Sú næsta er leigð á 265.000 kr., 2 herbergi, 74,4 fermetrar, fjölbýli, í 112 Reykjavík. Þriðja íbúðin er leigð á 275.000 kr., 2 herbergi, 56,7 fermetrar, fjölbýli, í 110 Reykjavík. Fjórða íbúðin er leigð á 300.000 kr., 3 herbergi, 102,7 fermetrar, fjölbýli, í 221 Hafnarfirði. Fimmta íbúðin er leigð á 320.000 kr., 4 herbergi, 95,2 fermetrar, fjölbýli, í 104 Reykjavík. Sjötta íbúðin er leigð á 330.000 kr., 3 herbergi, 88,7 fermetrar, fjölbýli, í 104 Reykjavík. Sjöunda íbúðin er leigð á 355.000 kr., 3 herbergi, 144,1 fermetrar, fjölbýli, í 105 Reykjavík. Áttunda íbúðin er leigð á 400.000 kr., 4 herbergi, 177 fermetri, einbýli, í 203 Kópavogi. Níunda íbúðin er leigð á 450.000 kr., 4 herbergi, 117,7 fermetrar, einbýli, í 200 Kópavogi.