Hluti miðborgar Reykjavíkur verður lokaður allri bílaumferð á morgun vegna menningarnætur og verða litlar sem engar undantekninga gefnar á því. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður leitast við að tryggja aðgengi allra að hátíðarsvæðinu.
Hjólastólapallar verða fyrir framan sviðið á tónleikunum í Hljómskálagarði og á Arnarhóli til að tryggja aðgengi allra á tónleikunum og flugeldasýningunni.
Þá verða bílastæði fyrir fatlað fólk staðsett á þessum stöðum:
- Skúlagötu, vestan við Olís, sérstakt svæði sem eingöngu verður nýtt undir bílastæði fyrir P merkta bíla. Stæðið verður vaktað.
- Við Tækniskólann
- Í eftirfarandi bílastæðahúsum eru sérmerkt bílastæði fyrir fatlað fólk
- Ráðhúsi (eftir kl. 16.00)
- Vesturgötu
- Vitatorgi
- Stjörnuporti
- Hörpu (aðgengi frá kl. 14:00 – 21.00)
Hægt verður að panta akstur hjá Pant, akstursþjónustu fatlaðs fólks í síma 5402727 eða á þessum hlekk:
Akstur er frá kl. 07:30–01:00. Seinasta ferð er kl. 01:00.
Almennur opnunartími á laugardögum er kl. 10:00–14:00
Fyrir kl. 10:00 og eftir kl. 14:00 er aðeins hægt að panta stakar ferðir, afpanta ferðir og fá svör við brýnum erindum.
Hægt er að bóka ferð með tveggja tíma fyrirvara á menningarnótt eins og vani er.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að bóka ferðir með fyrirvara til að auðvelda skipulagningu akstursins.
Akstursþjónustan stöðvar á eftirfarandi stöðum til þess að skila af sér og taka á móti farþegum:
Skólavörðuholti – bílastæði við Hallgrímskirkju
N1 Hringbraut – bílastæði við N1
Túngötu – bílastæði á horni við Suðurgötu
Sjávarútvegsráðuneyti – bílastæði á Skúlagötu 6
EKKI er stöðvað við Ráðhúsið