Umsögn ÖBÍ – réttindasamtaka um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027
ÖBÍ – réttindasamtök (ÖBÍ) styðja ofangreinda framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til ársins 2027. ÖBÍ fagnar því að lögð verði áhersla á mannréttindi og samfélagsþátttöku barna óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu. Margt jákvætt er að finna í framkvæmdaáætluninni og hvetur ÖBÍ stjórnvöld til að halda áfram á þessari braut.
ÖBÍ leggur til að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRF) sé hafður til hliðsjónar við gerð framkvæmdaáætlunar á sviði barnavermdar og að sérstaklega verði litið til stöðu og þarfa fatlaðra barna.
Málefni allra barna, jafnt fatlaðra og ófatlaðra eru mikilvæg og því fagnar ÖBÍ allri markvissri vinnu sem stuðlar að velferð og velsæld barna.
Ekkert um okkur án okkar!
Virðingarfyllst,
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ – réttindasamtaka
Andrea Valgeirsdóttir
lögfræðingur ÖBÍ- réttindasamtaka
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2023-2027. Mál nr. 85/2023. Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 8. maí 2023