Skip to main content
Frétt

Fatlað fólk af erlendum uppruna til umræðu á formannafundi

By 13. september 2024september 16th, 2024No Comments

Formannafundur ÖBÍ réttindasamtaka var haldinn í Mannréttindahúsinu í vikunni og var hann afar vel sóttur, bæði á staðnum og í gegnum fjarfundarbúnað.

Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, opnaði fundinn áður en fulltrúi frá utanríkisráðuneytinu hélt fróðlegan fyrirlestur um þróunarsamvinnu. Var meðal annars farið yfir möguleikja á styrkjum til félagasamtaka vegna verkefna í þróunarsamvinnu.

Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ, fór yfir ráðgjöf og hagsmunagæslu í þágu fatlaðs fólks af erlendum uppruna, en ÖBÍ réttindasamtök hafa eflt þjónustu við þann hóp síðasta árið. Þá kom Sara Dögg Svanhildardóttir frá Vinnumálastofnun inn á fundinn með erindi um það sem stofnunin er með í pípunum varðandi atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.